Almennar reglur um notkun reiðhallarinnar á Iðavöllum
Reiðhöllin á Iðavöllum er fjölnotahús, t.d. má nota hana til æfinga, kennslu, keppni, sýninga og
annarra viðburða sem henta. Henni skal skilað eftir viðburði í sama ástandi og hún var í við
afhendingu, þ.m.t. skeljasandi og öðru undirlagi.
Ef um ökutæki er að ræða skal sérstaklega varast að skemma eða fara illa með undirlag
(skeljasand) í reiðhöllinni og fara í öllu eftir leiðbeiningum í notkunarreglum reiðhallarinnar er
varða olíusmit eða leka.
Breiða þarf plast undir tæki sem standa eiga í reiðhöllinni í einhvern tíma. Tilkynna þarf
verkefnastjóra framkvæmdamála ef olíuleki eða annað tjón verður. Skipta skal út menguðum
sandi eins fljótt og auðið er. Notendur, hvort sem um er að ræða félaga í hestamannafélaginu
Freyfaxa eða aðra leigjendur, beri allan kostnað vegna tjóns sem verður af þeirra völdum.
Fjölskylduráð Múlaþings, í samstarfi við Hestamannafélagið Freyfaxa, fer með stjórn
reiðhallarinnar á Iðavöllum. Nefndin samþykkir reglur og gjaldskrá fyrir notkun hússins. Stjórn
Hestamannafélagsins Freyfaxa sér um útleigu á reiðhöllinni og gætir þess að upplýsingar um
hana liggi fyrir í reiðhöllinni og á aðgengilegri vefsíðu.
Stjórn Hestamannafélagsins Freyfaxa hefur forgang að reiðhöllinni á Iðavöllum, t.a.m. vegna
sýninga eða annarrar starfsemi og námskeiðahalds, og verða þá korthafar að víkja á meðan.
Notendur reiðhallarinnar skulu virða þá tíma sem skráðir hafa verið til afnota. Þeir sem hafa
pantað höllina fyrir sérviðburði skulu greiða fyrir afnot sé ekki afbókað með viku fyrirvara.
Reiðhöllin er opin til afnota alla daga vikunnar milli kl. 08.00 og 22.00.
Athugið að inngangur reiðhallarinnar fyrir áhorfendur og gesti er Iðavallamegin.
Allir notendur reiðhallarinnar og gestir eru þar ávallt á eigin ábyrgð. Börn yngri en 14 ára mega
ekki vera ein í reiðhöllinni og eru þau ávallt á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
Knöpum er skylt að nota hjálm í reiðhöllinni. Þetta á við um bæði atvinnu- og áhugamenn.
Notendur reiðahallarinnar skulu ganga snyrtilega um. Knapar þrífi upp eftir sína hesta og sjálfa
sig í hvert skipti eftir að þeir hafa notað reiðhöllina. Einnig á að laga t.d. Sporaslóðina eftir
notkun eftir þörfum. Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn heimilt að banna
þeim afnot af reiðhöllinni.
Notendur reiðhallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í
hvívetna.
Bannað er að binda hesta í reiðhöllinni. Lausaganga hesta er bönnuð.
Hunda skal hafa í bandi.
Öll notkun tóbaks, rafretta, áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í reiðhöllinni á Iðavöllum.
Öll notkun án heimildar verður farið með sem húsbrot.
Reiðhöllin á Iðavöllum er fjölnotahús, t.d. má nota hana til æfinga, kennslu, keppni, sýninga og
annarra viðburða sem henta. Henni skal skilað eftir viðburði í sama ástandi og hún var í við
afhendingu, þ.m.t. skeljasandi og öðru undirlagi.
Ef um ökutæki er að ræða skal sérstaklega varast að skemma eða fara illa með undirlag
(skeljasand) í reiðhöllinni og fara í öllu eftir leiðbeiningum í notkunarreglum reiðhallarinnar er
varða olíusmit eða leka.
Breiða þarf plast undir tæki sem standa eiga í reiðhöllinni í einhvern tíma. Tilkynna þarf
verkefnastjóra framkvæmdamála ef olíuleki eða annað tjón verður. Skipta skal út menguðum
sandi eins fljótt og auðið er. Notendur, hvort sem um er að ræða félaga í hestamannafélaginu
Freyfaxa eða aðra leigjendur, beri allan kostnað vegna tjóns sem verður af þeirra völdum.
Fjölskylduráð Múlaþings, í samstarfi við Hestamannafélagið Freyfaxa, fer með stjórn
reiðhallarinnar á Iðavöllum. Nefndin samþykkir reglur og gjaldskrá fyrir notkun hússins. Stjórn
Hestamannafélagsins Freyfaxa sér um útleigu á reiðhöllinni og gætir þess að upplýsingar um
hana liggi fyrir í reiðhöllinni og á aðgengilegri vefsíðu.
Stjórn Hestamannafélagsins Freyfaxa hefur forgang að reiðhöllinni á Iðavöllum, t.a.m. vegna
sýninga eða annarrar starfsemi og námskeiðahalds, og verða þá korthafar að víkja á meðan.
Notendur reiðhallarinnar skulu virða þá tíma sem skráðir hafa verið til afnota. Þeir sem hafa
pantað höllina fyrir sérviðburði skulu greiða fyrir afnot sé ekki afbókað með viku fyrirvara.
Reiðhöllin er opin til afnota alla daga vikunnar milli kl. 08.00 og 22.00.
Athugið að inngangur reiðhallarinnar fyrir áhorfendur og gesti er Iðavallamegin.
Allir notendur reiðhallarinnar og gestir eru þar ávallt á eigin ábyrgð. Börn yngri en 14 ára mega
ekki vera ein í reiðhöllinni og eru þau ávallt á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
Knöpum er skylt að nota hjálm í reiðhöllinni. Þetta á við um bæði atvinnu- og áhugamenn.
Notendur reiðahallarinnar skulu ganga snyrtilega um. Knapar þrífi upp eftir sína hesta og sjálfa
sig í hvert skipti eftir að þeir hafa notað reiðhöllina. Einnig á að laga t.d. Sporaslóðina eftir
notkun eftir þörfum. Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn heimilt að banna
þeim afnot af reiðhöllinni.
Notendur reiðhallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í
hvívetna.
Bannað er að binda hesta í reiðhöllinni. Lausaganga hesta er bönnuð.
Hunda skal hafa í bandi.
Öll notkun tóbaks, rafretta, áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í reiðhöllinni á Iðavöllum.
Öll notkun án heimildar verður farið með sem húsbrot.